Ferðaþjónusta
Hömluholt er staðsett á Snæfellsnesi í aðeins 115 km fjarlægð frá Reykjavík, eða um 30 mín. akstur vestan við Borgarnes.Í Hömluholti búa þau hjónin Gísli Guðmundsson og Helga S. Narfadóttir, ásamt dótturinniJófríði Kristjönu Gísladóttur.
Aðstaða til hestaiðkunar er mjög góð í Hömluholtier þar m.a.hesthús fyrir 16 hross, inniaðstaða og reiðgerði. Góðar reiðleiðir eru í nágrenninu m.a. stutt á Löngufjörur.
Gisting og afþreying
Gisting
Hús 1 samanstendur af setustofu með eldunaraðstöðu, gangi, klósetti, sturtu og tveggjamanna herbergi á neðri hæðinni. Á efri hæðinni er svefnaðstaða fyrir 6 manns 3 í herbergi og 3 á svefnlofti.
Gisting
Hús 2 er á einni hæð sem samanstendur af setustofu með eldunaraðstöðu og svefnsófi fyrir tvo í setustofu, sturtu og klósetti. Það er tveggjamanna rúm í svefnherbergi og svo eru 2 önnur herbergi með einu rúmi og tveimur kojum fyrir tvo í hvoru herbergi
Hestaferðir
Afþreying. Í boði eru hestaferðir í stutta reiðtúra. Það er möguleiki á að ríða meðfram ströndinni og í hring um eyjarnar á Löngufjörum. Það er til dæmis hægt að fara allt að þriggja klukkustunda reiðtúr meðfram ströndinni á gulum sandi og einnig möguleiki að sjá seli í ferðinni og fallegt fuglalíf. Einnig er hægt að fá geymslu fyrir hross á meðan dvölinni stendur í Hömluholti.